Aukin vellíðan á tímum COVID-19

Fyrirlestur byggður á jákvæðri sálfræði þar sem farið er yfir góð ráð og hagnýtar leiðir til að stuðla að jákvæðum tilfinningum, jákvæðri hegðun og jákvæðum hugsunum. Fyrirlesarinn, Ingrid Kuhlman, er með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.

 

Að loknum fyrirlestri eru umræður um hvernig hægt er að auka vellíðan og vægi jákvæðra tilfinninga til að bæta lífsgæði. Hvert námskeið tekur 2 klukkustundir.

Allir velkomnir, aðgangur ókeypis.

Tímasetning: Miðvikudagur 24. júní kl. 13:30

Staðsetning: Þjónustumiðstöðin Sléttan – Djúpið

Jákvæð sálfræði

Jákvæð sálfræði er vísindaleg nálgun sem sameinar á einn vettvang það sem rannsóknir hafa leitt í ljós á jákvæðum og heilbrigðum einstaklingum. Hún beinir sjónum sínum að jákvæðum þáttum mannlegrar tilveru eins og styrkleikum, vellíðan, velgengni, þakklæti, seiglu, dyggðum, von, jákvæðum tilfinningum, tilgangi, flæði, bjartsýni og hamingju. Hún veltir fyrir sér hvað einkennir vel starfhæfa einstaklinga sem ná á farsælan hátt að þroskast og aðlagast ólíkum aðstæðum í lífinu. Jákvæð sálfræði færir okkur hagnýtar og gagnreyndar aðferðir til að auka vellíðan. Hún skoðar einnig hvernig samfélagið og stofnanir þess geta aukið vellíðan þegna sinna.