Þjónustumiðstöð fyrir alla

Á Sléttunni er starfrækt þjónustumiðstöð, með opnu félags- og tómstundastarfi, sem er ein af hverfismiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Þjónustumiðstöðin er opin alla daga vikunnar og þar er í boði ýmis þjónusta.

Hátt þjónustustig á Sléttunni

 

Með því að samnýta aðstöðu hjúkrunarheimilis, þjónustumiðstöðvar og leiguíbúða er mögulegt að auka framboð af þjónustu og afþreyingu fyrir eldra fólk í hverfinu.

Á Sléttunni er stefnt að því að gefa eldra fólki tækifæri til að blómstra með þátttöku í félagslífi um leið og því gefst kostur á fjölbreyttri þjónustu í nánasta umhverfi sínu. Takmarkið er að lífsgæðakjarninn verði að akkeri í hverfinu, þangað sem fólk getur sótt sér þjónustu, félagsskap og afþreyingu af ýmsu tagi.

Húsið er opið öllum og í boði er fjölbreytt dagskrá og viðburðir þar sem leitast er eftir því að sníða starfið að áhugasviði sem flestra. Sérstaklega er reynt að styðja við sjálfsprottna áhugahópa og veita þeim aðstöðu.