Velferð eldra fólks í 80 ár

Byggingarverkefnið á Sléttunni er samstarfsverkefni Sjómannadagsráðs, heilbrigðisráðuneytis og Reykjavíkurborgar. Sjómannadagsráð felur dótturfélögum sínum, Hrafnistu og Naustavör, að annast rekstur og uppbyggingu. 

Hvað er lífsgæðakjarni?

 

Lífsgæðakjarni nær yfir bæði húsnæði og þjónustu þar sem fólki gefst kostur á að auka lífsgæði sín og njóta þess að vera til. Með virku samstarfi þeirra sem þar starfa og þangað sækja verður til kjarni sem leiðir af sér góðar stundir með góðu fólki. Lífsgæðakjarninn á Sléttunni er sá fjórði sem Sjómannadagsráð hefur byggt upp með Hrafnistu og Naustavör.

Sjómannadagsráð

Sjómannadagsráð höfuðborgarsvæðisins eru félagasamtök sem starfa án arðgreiðslumarkmiða en aðilar þess eru sex stéttarfélög sjómanna.

Auk þess að hafa séð um að að halda sjómanna- daginn hátíðlegan s.l. átta áratugi, þá hefur Sjómannadagsráð helgað krafta sína uppbygg- ingu á húsnæði og rekstri þjónustu fyrir eldra fólk. Vegferðin hófst árið 1939 þegar stéttarfélög sjómanna ákváðu að hefja byggingu elli- og hvíldarheimilis fyrir aldraða sjómenn (DAS). Í dag veitir félagið vel á annað þúsund öldruðum einstaklingum þjónustu og umönnun í um 65 þúsund fermetrum af eigin húsnæði og 25 þúsund fermetrum af húsnæði í eigu ríkis og sveitarfélaga. Þjónustan er veitt á hjúkrunar- heimilum og dagdvölum Hrafnistu í fimm sveitarfélögum og í leiguíbúðum Naustavarar í þremur sveitarfélögum.

Hrafnista

Hrafnista er dótturfélag Sjómannadagsráðs og hóf starfsemi sína í Laugarási árið 1957.

Í upphafi var Hrafnista eingöngu dvalarheimili fyrir aldraða sjómenn (DAS) en veitir nú þjónustu sína í hjúkrunar- og dagdvalarrýmum samkvæmt kröfulýsingu heilbrigðisráðu- neytisins. Í dag er Hrafnista leiðandi aðili í rekstri öldrunarþjónustu og rekur um 800 hjúkrunarrými og 150 dagdvalarrými á átta stöðum á stórhöfuðborgarsvæðinu.

Naustavör

Naustavör er dótturfélag Sjómannadagsráðs og var stofnað árið 2002. Naustavör er leigufélag sem sérhæfir sig í að byggja og reka leiguíbúðir fyrir eldra fólk.

Þegar seinni áfanga Sléttunnar lýkur mun Naustavör reka um 340 leiguíbúðir sem eru staðsettar við Hrafnistuheimilin í þremur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Helstu kostir leiguíbúðanna eru aðgengi íbúa innandyra að þjónustu, afþreyingu og öryggi sem veitt er í samstarfi við næsta Hrafnistuheimili.