Mikil þátttaka og fjör var í Dansleikfimi sem boðið var upp á á Sléttunni í dag. Fólk skemmti sér hið besta og gleðin skein af hverju andliti.

Margir íbúar hjúkrunarheimilis Sléttunnar, notendur dagvistar sem og  gestir og gangandi, ákváðu að nýta sér þetta frábæra tækifæri og slógu margar flugur í einu höggi; Dönsuðu undir dynjandi músik, fengu holla og skemmtilega hreyfingu og frábæran félagsskap.

Ætlunin er að Dansleikfimi verði fastur liður á dagskrá Sléttunnar og verður alltaf dansað  1. og 3. fimmtudag hvers mánaðar kl.14:00-15:00.