Fljótt skipast veður í lofti og nú er svo komið að við þurfum að endurskipuleggja allt með tilliti til hertra sóttvarnareglna.

Matarþjónustan heldur áfram, en með hólfaskiptingu upp á 10 manns í hverju hólfi og tímaskipt, þannig að fólk fær úthlutaðan tíma þegar það pantar matinn.

Kaffihúsið er einnig opið með sömu skilyrðum, þ.e. ekki fleiri en 10 manns í hverju hólfi.

 

Vegna sóttvarnareglna þurfum við að setja stopp á allt félagsstarf í Sléttunni næstu 3-4 vikurnar.  Vonandi verður hægt að byrja aftur að þeim tíma liðnum að því gefnu að Covid staðan, leyfi okkur það.

Ég verð því miður að tilkynna að Línudansnámskeiðið sem átti að byrja á morgun frestast um óákveðin tíma og sama gildir um Dansleikfimina og Hreyfiþjálfunina sem hafa verið annan hvern fimmtudag. 

Gönguhópurinn vrður óbreyttur og fer frá Sléttunni á föstudögum kl.11.00.

 

Jóga tímarnir sem hafa verið á mánudögum og miðvikudögum frestast líka um óákveðin tíma, en vonandi getum við farið af stað aftur eftir páska hugsanlega með breyttu sniði.

 

Það verður auglýst vel þegar að því kemur að við megum byrja aftur með félagsstarfið, svo endilega fylgist vel með svo þið missið ekki af neinu, því við höldum ótrauð áfram þegar Þórólfur gefur grænt 😊

 

Við vonum að þessi bylgja verði fljótlega kveðin í kútinn svo við getum haldið áfram með okkar daglega líf.

Við hjálpumst öll að við að svo megi verða, höfum gert þetta áður og getum það aftur!

 

Óska ykkur öllum gleðilegra páska og vonandi njótið þið vel þrátt fyrir allt 😊