Nú þegar þær ánægjulegu fréttir berast að slaka eigi á sóttvarnarreglum, þá notum við að sjálfsöguðu tækifærið og byrjum aftur með Jóga á Sléttunni.
Fyrsti tíminn er miðvikudaginn 13.janúar kl. 11.00.
Kennt verður á mánudögum kl.15.00 og á miðvikudögum kl. 11:00.  Hver tími kostar kr.500 sem greitt er á staðnum.  Skrá þarf þátttöku fyrirfram í síma 585 3210 því enn eru fjöldatakmarkanir.

Gönguhópur Sléttunnar er einnig að fara af stað aftur og verður gengið frá Sléttunni á miðvikudögum kl.11.00.

Gengið verður í 30-60, allt eftir veður og færð og getu hvers og eins,

undir leiðsögn Fríðu Völu göngugarps, .